sunnudagur, 17. febrúar 2008

Sumarbústaðarferð

Við vorum að koma úr Húsafelli eftir ansi blauta afslöppunarhelgi.

Þessi ferð var dálítið klúður svona farangurlega séð. T.d. vorum við með brauð en ekkert smjör, osta en ekkert kex, hund en enga kúkapoka. Svosem ekkert alvarlegt.
Mér leist samt ekki á blikuna þegar úrbeinaða Einarsbúðarlærið var um það bil að verða tilbúið og ég ætlaði að hefja sósugerð... það eina sem ég hafði tekið með mér til sósugerðar var rjómi :s Ekkert krydd, enginn sósujafnari, enginn kjötkraftur...

Það vill sem betur fer til að ég er sósugerðarmeistari. Segi það og skrifa það.
Jebb, sósugerð er mér í blóð borin.

Ég ætla ekkert að ljóstra upp um aðfarirnar en með rjómann og skyndigert kjötsoð að vopni tókst mér að gera ansi ljóta, þunna, en undurbragðgóða sósu. Raunar ótrúlegt hvað hún var góð :)

Annars gerðum við lítið merkilegt í bústaðnum, lágum mestmegnis í leti og átum á okkur gat.

Nenni ekki að skrifa meir, framundan er lærdómsátak, kennsluáætlunargerð, æfingakennsla og fleira skemmtilegt og ég verð að byrja í kvöld :-s

Takk allir sem hugsuðu til mín á stórafmælinu, færðu mér gjafir, kveðjur, skilaboð, eða skeyti. Já, skeyti! Mér datt ekki í hug að það væri hægt lengur. Elska ykkur öll :o)

Þeim sem sendi DV mynd af mér hugsa ég hins vegar þegjandi þörfina...

5 ummæli:

Unknown sagði...

Knús til þín frá mér á þessum síðasta söludegi, en sökum mikillar gæða efna í þér þá dugar þú væntanlega lengi lengi... hvað var eiginlega brallað þegar hrært var í þig<<<<<<<<<
+?
knús og kossar af hamingjuvöllum
Dröfn og co

Nafnlaus sagði...

Ohh þetta hefur verið þvílík kósý helgi. Bara bjarga sér með það sem maður hefur ;-) knús á línuna.

HelgaB sagði...

Ég þakka, elska þig sömuleiðis :)

Gott að þú náðir að slaka vel á yfir helgina, gangi þér vel í önnunum framundan. Þú ert svo vibba dugleg að ég fyllist miklu stolti.

Knús!

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko sósumeistari, þær eru alltaf sælgæti sósurnar þínar og ekki margir sem geta gert sósu úr næstum engu.
En gangi þér vel í brjálæðinu sem er framundan hjá þér.

Knús í kotið.

Nafnlaus sagði...
Stjórnandi bloggs hefur fjarlægt þessi ummæli.