Yxi mér skegg myndi ég fara eins að og kjallinn þessa dagana og leyfa því baaaara að vera meðan það er svona hryllilega kalt. Sólinni fannst þetta alveg furðulegt fyrirbæri þar sem hún strauk pabba sínum um vel loðna kjammana í dag og virti frumskóginn fyrir sér. Klóraði aðeins í það, velti höfði hans til í lófa sínum og skoðaði vel.
Hrökk svo skyndilega við og setti upp hissasvipinn:
Pabbi! Skeggið er fast við hárið á þér!!!
Alltaf verður það furðulegra þetta líf :)
6 ummæli:
Hahaha... algjört gull :o)
Litli snillingur!
Alveg sammála henni, þetta er algjört furðuverk þetta skegg og fast við hárið í þokkabót! Hann Ellert minn Jón er soddann taðskegglingur þannig að það er lítið um skegg-vangaveltur hér á bæ ;)
Knús í kotið!
Það er annað en Tóti minn. Loðinn eins og cousin IT, ég er að segja ykkur það :-þ
Taktu mynd af kjallinum og settu á bloggið svo við getum öll dáðst að þessu :)
Hörður
Kallinn vill ekki láta setja mynd af sér á netið sökum þess að það gæti valdið of miklum ágangi kvenþjóðarinnar á heimilið og kjellingunni líkar það alveg örugglega ekki :-)
Kv Tóti
Tjah, ef þær gætu hent eins og í eina vél og rennt yfir gólfin og svona, þá mættu þær alveg koma fyrir mér :)
Skrifa ummæli