fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Bílaraunir

Ég og Mr. Musso endurnýjuðum gömul kynni í vikunni. Það hýrnaði aldeilis yfir honum þegar hann komst að því að hans hlutverk væri að ferja okkur á milli staða á ný.

Jú, jú, við keyptum nýjan bíl um daginn sem átti að leysa gamla Bláma af hólmi en... var ég ekki búin að segja frá því hvað við erum rosalega óheppin þegar kemur að fjárfestingum?

Auðvitað keyptum við ekki bíl sem er í lagi. Onei. Hann er bilaður... bilaður og kostar jafnvel nokkuð hundruð þúsara að gera við hann!!! Það má ekki einu sinni keyra hann suður í viðgerð, hann þarf að fara á kerru. Drusla!
Sem betur fer þurfum við samt ábyggilega ekki að borga viðgerðina sjálf.


Vinurinn fékk frábæra hugmynd um daginn.
Hann stakk upp á því við mig að við myndum kaupa okkur utanlandsferð og vera í útlöndum 1. apríl. Og við áttum að fara til lands þar sem eru kviksyndi...
Ástæðan?
Jú, þetta var partur af meiriháttar plotti sem hann var búin að plana út í ystu æsar. Drengurinn ætlaði nefnilega að taka með sér kúrekahatt og snæri og kasta hattinum út í kviksyndi.
Svo myndi pabbi koma aðvífandi, sjá hattinn og hrópa: "Æ, æ, Björgin hefur sokkið í kviksyndi!!".
Þá ætlaði Vinurinn að stökkva fram og kalla: "Fyrsti apríl!!"
Hehe, frábært hugmyndaflug finnst mér :)

Jæja, það kemur ekkert af viti upp úr mér svo ég er hætt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æj æj...en leiðinlegt að heyra um nýja bílinn.
Vonandi kemst hann í toppform eftir viðgerðina.

Hehehehe...þessi drengur þinn er alveg magnaður, frábært hugmyndaflug.

Kv. Dísa

Nafnlaus sagði...

Hahaha... Björgvin deyr ekki ráðalaus... endalaust hugmyndaflug hjá snillingnum :o)

En leiðinlegt með bílinn... alltaf gott að eiga líka Musso til að redda málunum.

Knús og kremjur..

Nafnlaus sagði...

Hann Björgin er gott efni í rithöfund held ég. Hugmyndaflugið er alla vega í lagi...

Þvílíkar bílaraunir á heimilinu. Nú hlakkar örugglega í "gamla" sem var skipt út fyrir nýrra módel (svo við persónugerum bílana aðeins)