mánudagur, 11. febrúar 2008

Nýr torfærubíll :S

Sökum ófærðar og almennra leiðinda í veðri þá uppfærðum við fjölskyldubílinn um helgina.

Yepp, Mr. Musso hefur þjónað sínum tilgangi hingað til... og hans tilgangur er greinilega ekki sá að keyra um í hálku og snjó, svo mikið er víst. Ætti ég ekki að góðan nágranna sem mokaði mig og Mr. Musso upp úr innkeyrslunni einn snjóþungan morgun um miðja síðustu viku.... tja, þá væri ég kannski ekki hér heldur ennþá úti í bíl...

Okkur var því nóg boðið og í ofboði keyptum við einn undurfagran Pajero í gær (Silfurlitaðan Árný, silfurlitaðan :))
Ohhh, hvað ég er glöð að eiga bílalán á ný :)

Ég skil samt hvernig Mr. Musso líður, hann prýðir nú aukabílastæðið og er þar með orðinn aukahlutur í okkar lífi (snökt), fer ekki með í útilegur eða veiðiferðir (snörl), hann getur gleymt sjöttu Veiðivatnaferðinni sinni (sjúguppínös) ohhhhhvaðþettaeralltsamansorglegt

Er að hugsa um að sleppa því að persónugera nýja bílinn. Það gerir uppfærslur erfiðari. Sólin spurði samt í dag að því hvað bíllinn héti..
Ég er að hugsa málið...
Pajero...
...Peró
Pó!...
...Pæjó
....
__________________________________
Vinurinn var með pabba sínum inni í skúr um daginn þar sem þeir voru að smíða. Pabbinn hefur verið mikið í skúrnum undanfarið og eitthvað fannst Vininum pabbi sinn vera sóðalegur:
"Rosalega er mikið drasl hérna... veistu á hvað þetta minnir mig? Þetta minnir mig á herbergið mitt...
....eeeeða kannski ekki alveg..." !!!
(Og þá hefur nú verið miiiiiikið drasl í bílskúrnum ;))
__________________________________

Farin að sofa, ef e-r vill undurblíðan Musso sem vantar smá athygli og ný dekk þá má sá hinn sami hafa samband ;)

3 ummæli:

Hörður og Árný sagði...

Auðvitað Silfurlitaðan... það er flottasti liturinn ;-) Nafnið Peró er pínu retró ;-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja bíllinn....

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja bílinn. Á ekkert að setja inn mynd af honum??

Björgvin hefur komið með gott skot á sjálfan sig þarna :o)
Nú styttist óðum í að mínir drengir geti ekki lengur bent á hvorn annan þegar kemur að tiltekt :o) Aðeins 3 dagar!!!

Og eitt enn... rosalega er síðan þín orðin flott :o)

Knús í kotið...