föstudagur, 7. desember 2007

Jólafrííí

Mikið var að þessi vika kláraðist! Búin að bíða lengi eftir því að henni ljúki.

Krakkarnir komu heim á miðvikudaginn og höfðu frá svo ótrúlega miklu að segja að þau töluðu stanslaust þar til þau sofnuðu. Afi þeirra og amma urðu því örugglega fegin að komast heim til að hvíla eyrun aðeins... Ferðin var þvílíkt ævintýri fyrir þeim og ég á eflaust eftir að heyra sögur svona eitthvað fram á nýárið. Dröfn er nýja ædolið þeirra, og Sigrún Lóa, Magnús og Geiri eru líka hrikalega sniðug eitthvað. Svo hittu þau Kristínu og Önnu Magnýju í Tívolí og það voru víst fagnaðarfundir þegar þær sómafrænkur hittust á ný.
Allir sáttir með þessa ferð, bæði börnin og við sem nutum þess að vera ein heima í heila v-i-k-u!

Dagurinn í dag byrjaði ekki vel. Fyrst vaknaði ég með ljótuna. Ferlegt. Þar að auki átti ég ekki góðan hárdag. OG ég fór í próf. Var allt of lengi í prófinu svo ég náði ekki nema lágmarksmeðferð á ljótuna áður en ég rauk í vinnuna. Ferlegt.

Það sem er ekki ferlegt við daginn er að það er ekki nema sjöundi des og skólinn búinn! Jahér.
Í Háskólanum var maður alltaf í prófum fram yfir 20. svo þetta er bara draumur fyrir mér.

Jább, nú taka við ljúfir dagar friðsældar og gleði. Ég á bara nánast ekkert eftir að gera fyrir jól. Af því ég ætla ekkert að gera meira en venjulega :) Er alls ekki vön því að standa á haus í þrifum eða þvílíku veseni bara af því það koma jól. Jú, jú, skrifa á nokkur jólakort, hvað er það? Kannski baka eitthvað, en bara ef mig langar til þess. Ætli það endi ekki með Sörum bara? Jú, ég held það: af því mig langar til þess.

Annars er stefnt á heimsókn til mömmu á morgun og jafnvel sleðaferð í Akrafjall á sunnudaginn, hver veit.
Alveg hreint dýrindis helgi framundan held ég, með tilheyrandi huggulegheitum.
Ahhhh

Að lokum, er þessi hér ekki að grínast? Þetta bara getur ekki verið í lagi! Ég hélt fyrst að hún væri drukkin, eða þroskaheft. Nei, það kom í ljós að hún er Bandaríkjamaður eins og þeir gerast bestir!



3 ummæli:

Mr. Weevil sagði...

Meirasegja bandaríkjamaður sem vann American Idol og ónei hún er ekki að grínast!

Nafnlaus sagði...

Til hammó með að vera búin í prófunum:)
Ég er að fara byrja á mánudaginn og klára einmitt ekki fyrr en 21. des!!! Það afsakar mann amk frá bakstri og jafnvel slæmum gæðum jólagjafanna ef ég verð orðin heildofin þá;)
Hafðu það gott á aðventunni, kv Bósan

Nafnlaus sagði...

Je minn þetta svooo bandarískt....