sunnudagur, 2. desember 2007

Sólaróður

Í sumar skrifaði ég nokkur orð um hvernig okkur myndi hefnast fyrir þetta yndislega sumar sem við fengum hér á Fróni:-16. júlí 2007-
Ég vaknaði viti mínu fjær af gleði í morgun.


Ha! Sól aftur??

Svo hló ég dátt og sló mér á lær, en ótrúlega skemmtilegt...eða hvað?

Er ég sú eina sem er að velta því fyrir sér hvað gæti búið að baki þessu veðurundri? Þessu samliggjandi sólskini sem fær Íslendinga til að brosa, fækka fötum og gera klikkaða hluti? Er mögulegt að á þessu skeri geti verið biluð blíða í 6 vikur án afleiðinga?

Ég held að annað af tvennu gerist í framhaldinu af þessum ofurskammti sólar:
1) Hér verður svartasti og versti vetur sem hugsast getur, arfavitlaust ævarandi myrkur hylur okkur frá október fram í mars svo allir þeir sem náðu ekki sólinni í sumarfríinu sínu eiga bágt með að halda hann út.
2) Hér verða náttúruhamfarir: eldgos og jarðskjálftar út í eitt sem umturna lífinu eins og við þekkjum það.

Ég er ekki bölsýnismannneskja heldur raunsæ. Mín kenning er sú að á undan hverri óbærilegri upplifun hefur alltaf verið yndislegur tími sem maður minnist með sól í hjarta og sinni. Því fæ ég alltaf hnút í hjartað þegar eitthvað gott verður á leið minni, hugsa: ókei, hvað er nú í gangi, hvað gerist næst?


Alla vega, 4 dagar í sumarfrí.
Það spáir rigningu.

Was I right or was I right?

Ef ég trúði ekki statt og stöðugt á þá hugmynd að sólin býr innra með mér, þá myndi ég hreinlega ekki nenna að vakna á morgun :)

Munið að veður er afstætt hugtak, ef maður bara dregur fyrir gluggana, kveikir á kertum og reynir af fremsta megni að hafa það huggulegt þá er lífið hreinlega ekki svo slæmt. Svo þarf bara að þrauka öööörlítið lengur, það er sól og sumarylur handan við hornið.


Sól úti,
sól inni,
sól í hjarta,
sól í sinni,
sól í sálu minni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð Bogga.

Fann þessa síðu þína '(ein af mörgum) fyrir tilviljun. Alltaf jafn gaman af þér.

Bið að heilsa Þórarni.

kveðja,
Harpa Sæv.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega! Ég man eftir þessari færslu... eftir að hafa lesið hana ákvað ég hreinlega að flýja landið! Takk fyrir viðvörunina elskan mín :)
Hitti molana þína á laugardaginn og það var BARA frábært!!! Anna Magný og Sigríður Sól töluðu út í eitt allan tímann (bókstaflega!) bara um allt og ekkert...létu bara gamminn geysa eins og enginn væri morgundagurinn! Algjörar perlur :)
Og Björvin Þór spekingur var bara sætur eins og alltaf, dró afa sinn með sér í öll tækin! Svo máttum við hin gjöra svo vel að stansa við hverja lúðrasveit svo hann gæti hlustað á jólalögin...bara snillingur! hhheheehe... ;)
Knús og kossar,
Kristín Edda

Nafnlaus sagði...

Það er nú óhætt að segja að þú sért sannspá :o) En ótrúlegt hvernig þetta þarf alltaf að vera: Ef eitthvað gott er þá þarf það alltaf að enda með því versta!!! Ég hef séð nokkrar óveðursmyndir í mogganum, brrr... ég er bara alveg sátt við rigninguna hérna!!

En hvað segirðu með næsta sumar á suður Jótlandi?? Það var skíta veður hér síðasta sumar og veturinn er búinn að vera hundleiðinlegur... ætli við fáum ekki gott sumar á næsta ári???
:o)

Knús og kremjur...
Og ps. ég hugsaði sko til ykkar síðasta föstudag, hefði alveg verið til í að kikja til ykkar í partý ;o)