fimmtudagur, 27. desember 2007

Þar kom að því að grámygla hversdagsleikans legðist yfir mann á ný. Það kostaði þvílík átök að vakna til vinnu í morgun, aðalástæðan auðvitað sú að ég var búin að snúa sólarhringnum þannig við að ég gat engan veginn sofnað á skikkanlegum tíma í gær!

Sem betur fer er maður aftur kominn í frí eftir morgundaginn og það alveg fram á hádegi á miðvikudag.

Jólin hafa verið frábær það sem af er, nóg af mat og súkkulaði og jólaboðum. Það eina sem mér finnst vanta er spilakvöld, einhver sem vill spila um helgina?!?

Við Tóti vorum eins og fólkið í VR-auglýsingunni á aðfangadagskvöld ætluðum við sko að lesa frá okkur allt vit eins og venja er. Ég var svo uppgefin að ég komst á bls 22, og þá var ég sofnuð... Þetta er náttúrulega engin frammistaða, það er nú lágmark að lesa eins og eina bók á aðfangadagskvöld...
Krakkarnir hafa nefnilega verið dugleg að vakna snemma í desember, einum of dugleg finnst mér. Vinurinn fór samt gersamlega yfir strikið á aðfaranótt aðfangadags. Ég fór að sofa kl. 2, og hann var kominn kl. 3 til að spyrja hvort það væri kominn dagur... Svo núna er öllu snúið við, þau sofa til 10 á morgnana þar sem það er engin forvitni lengur um það sem er í skónum!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er sama ástandið á þessum bænum, búin að snúa sólarhringnum við. En ég hef tíma til að rétta mig við fram á miðvikudag... en efast samt um að ég nenni því, það er svo gott að sofa út ;o)

Það var svo gaman að heyra í þér um daginn :o)

Knús..