föstudagur, 14. desember 2007

Jesús Kr. Jósefsson

Jæja, þá má jólaskapið koma.
Baggalútur búinn að hleypa jólalaginu 2007 af stokkunum, vúhú!

Jól á Kanarí

Annars er aðventulagið líka í lagi:

Jólafílingur

Hér er hægt að hlusta á fleiri lög með þessum snillingum. Tóti vill Föndurstund. Ég vil frekar fá Söguna af jesúsi. Já, ég kemst bara í réttu stemninguna við það lag held ég. Textinn tær snilld og Jesús Kr. Jósefsson alveg að gera sig bara held ég. Gamlárspartý kemur manni svo náttúrulega í réttu stemninguna líka.

Já, það er að koma... alveg að koma...

úff, neibb, ekkert jólaskap.

Kannski á morgun. Brjálað að gera þá, jólaball, syngja með kórnum og jólahlaðborð í þokkabót.

Eitt alveg ótengt þessu, þetta hefði ég viljað heyra í beinni!!! Átsj

2 ummæli:

Mr. Weevil sagði...

Ég var að keyra Kringlumýrarbrautina framhjá N1 í Fossvogi þegar þetta kom á Bylgjunni (Þetta er svona eins og þegar turnarnir hrundu eða þegar Díana dó, mar gleymir aldrei stund og stað þegar mar heyrði fréttirnar), ég er ekki frá því að það hafi verið óvenju margir árekstrar þetta síðdegi.

Björg sagði...

hahaha nákvæmlega. Vel orðað hjá þér! Það er eins gott að ég var ekki að keyra þegar ég heyrði þetta fyrst...