laugardagur, 4. janúar 2014

Sólarupprás

Hvað er betra á fallegum vetrardegi en að vakna fyrir sólarupprás og fara í göngu niður að strönd, sitja þar á steini og fylgjast með dýrðinni?
Fátt sem toppar það held ég.
Vil samt taka það fram að í morgun 4. janúar var sólarupprás á Íslandi kl 11:22... ég gat því sofið til hálfellefu en samt náð henni!
Ljúfa líf, ljúfa líf!

8 ummæli:

Hörður B sagði...

Er myndin ekki bara tekin af bílastæði og út um bílrúðu..? :,

Hörður B sagði...

..á leiðinni heim úr sjoppuni?

Björg sagði...

Alls ekki Hörður, þetta er svona offroad mynd, tekin af göngufólki á viðurkenndum göngustíg meðfram Langasandi þar sem stranglega er bannað að keyra!
Kom svo bara við í sjoppunni á leiðinni heim að sækja laugardagsskammtinn ;)

Kristín Edda sagði...

Húrra, húrra! Sit í próflestri og hugdist reka nefid hérna inn til ad skamma tig fyrir bloggleysi (fæ aldrei post um nyja færslu?!?!) En júbbí jei...fullt af gódu støffi fyrir mig ad lesa. Sú best :) Hlakka til ad lesa øpdeitadan bokalista! Halla og heidarbylid (bindi 2) er á náttbordinu minu asamt nokkrum uppskriftarbokum :) Viltu review?
knus Kristin

Kristín Edda sagði...

Ég profadi ad skrá mig aftur á postlistann ef ske kynni ad einhvur brøgd væru hér í tafli en tá fæ ég: kristinedda81@gmail.com is already subscribed to the mailing list of Boggublogg. Was ist das bitte? Ertu buin ad blokka mig tvi eg skrifa svo løng og ítarleg komment vid hverja færslu?

Björg sagði...

Hmmm, þetta er skrýtið.
Ertu búin að athuga í ruslmöppuna þína? Í mínu Gmaili fara svona póstar í sérmöppu með öðrum álíka Feed-póstum. Annars get ég prófað að henda þér út svo þú getir notið þeirrar ánægju að skrá þig aftur í póstlistann fræga!
Og kommentin þín eru æði, hef hugsað mér að prenta þau út í góðu tómi og hengja upp á vegg hér við skrifborðið mitt, mér til eilífrar blogghvatningar :)

Dagbjört sagði...

Jæja, ég er mætt! ;)

Ég vann upp nokkrar færslur og uppáhaldið mitt er...... sambandsafmælisfærslan!

Stúdentsmyndin er óborganleg! Og brúðkaupsmyndin... hversu lítil voru börnin fyrir bara 6 árum??


Björg sagði...

Velkomin mín kæra!!
Já, stúdentsmyndin er ansi góð og lýsandi fyrir okkur á þessum tíma. Við unnum okkur svo upp úr þessu krúttlega kærustuparalúkki með árunum, sem betur fer!
Og börnin... mér telst til að Vinurinn hafi verið á leið í 1. bekk þarna, s.s. jafngamall og GH er núna. Núna, augnabliki síðar, er Vinurinn að verða táningur.
Magnað þetta líf, þetta líf!