mánudagur, 10. júní 2013

Sundferð

Það er kannski ekki hlýlegt um að litast í Önundarfirði í dag, skýjað og ennþá snjór í fjöllum. Mér er þó hlýtt í hjartanu og reyndar svo hlýtt að ég stakk mér til sunds í Holtsfjöru í dag. Ekki lengi, bara rétt skellti mér ofan í og tók nokkur sundtök, rifjaði upp kikkið. Lét það þó vera í þetta sinn að stökkva fram af bryggjunni. Una var á myndavélinni á meðan, snillingurinn. Mikið þykir mér vænt um þessa ferð okkar!2 ummæli:

Ragnheiður sagði...

öfund! ...neeee....samgleðst bara :) jiiiii, hvað er gaman hjá ykkur!

Kristín Edda sagði...

Yndislegt :) Njótið ykkar!