sunnudagur, 2. júní 2013

Endomondo hlaup

Endomondo er frekar sniðug græja sem kemur alltaf með mér að hlaupa. Í dag hljóp ég 7 km með miðjubarnið í eftirdragi. Held ég skilji hann eftir heima hér eftir þegar ég hleyp eitthvað meira en 4-5 km... hann var orðinn alveg uppgefinn eftir 4 km og hékk í taumnum greyið það sem eftir var, veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig dragandi hann svona á eftir mér.

Áður en ég fór út að hlaupa sló ég garðinn, í fyrsta sinn í ár. Ilmurinn er yndislegur og það hefur verið opið út síðan þá svo húsið fyllist örugglega af þessu góða lofti. Það er mögulegt að næst þegar ég slæ garðinn taki ég Endomondo með mér og láti hann skrá niður kílómetrana og kortleggja þá, það ætti að verða frekar fyndið á skjá.


4 ummæli:

Ragnheiður sagði...

ahhh....finn ilminn hingað elsku duglega systir :)

Hörður B sagði...

Já er þetta blogg ennþá til. Hef ekki komið hingað í mörg ár!
Gaman að þessu............

Björg sagði...

Elsku kallinn minn, ég hélt þú værir dyggur en þögull lesandi! Alla vega veit ég fyrir víst að þú ert ekki að sóa tímanum á facebook. Hvað gerir þú eiginlega? Hehehe :)

Hörður B sagði...

Maður er orðinn eins sérstakur og Gísli á Uppsölum fyrir það eitt að vera ekki á facebook. Eftir minn dag munu rútur koma í Fensali og skoða hvernig þessi maður gat lifað af án þess að vera á facebook. "Sjáiði, hérna bjó hann, hann átti bara 10" fartölvu og var ekki með facebook-aðgang, svo átti hann ekki snjallsíma." Þá sípur fólkið sjálfsagt hveljur..

Nei nei ég er bara öll kvöld á Ircinu og MSN til skiptis :)