sunnudagur, 10. mars 2013

Geysir

Það er góð helgi að baki. Svo góð að ég er eiginlega of þreytt til að skrifa nokkuð :)

Ein af jólagjöfunum frá mér til Tóta var hótelgisting á Geysi, svona helgarferð fyrir okkur turtildúfurnar. Ína gaf Snorra það sama og núna um helgina innleystum við þessar jólagjafir, barnlaus og hamingjusöm á einum mesta túristastað landsins. Margir frasar eftir helgina. Til dæmis datt okkur í hug að leggja bílnum fyrir utan stórt hús sem stóð á: Hótel Geysir. Gengum allt í kringum húsið í leit að lobbýinu en fundum ekkert. Var svo vísað í vegasjoppuna þar sem tjekkað var inn og lobbý-konan færði okkur þær upplýsingar að: "engin herbergi hafa verið á hótelinu í 15 ár...". Við gistum sem sagt í smáhýsum, en ekki á hótelinu... af því það eru engin herbergi þar... fullkomlega eðlilegt.

Annars var þetta svakalega góð helgi, við fengum gott að borða, fórum í öskufulla hverasundlaug, mikið spjallað og hlegið og ófáar myndir teknar. Með smáhýsunum fylgdi vasaljós og við fórum í næturferð um hverasvæðið, rosalega stjörnubjart og norðurljósin dönsuðu um allt.




Við vorum komin heim um hádegisbil í dag og dagurinn var með notalegasta móti, tókum ísrúnt, sóttum Neró úr pössun, fórum í göngutúr og höfðum það regulega notalegt. Sólin tók fram trönurnar og framleiddi listaverk í blíðunni sem búin er að vera hér í dag, ég vann aðeins í Djúpinu sem óðum er að taka á sig mynd, Tóti þreif húsið og bílinn að utan eftir öskurok liðinnar viku og Vinurinn lærði meira um kvikmyndagerð með After Effects (sniiiiillingur!). Bara svona almennt stöff, eins og okkur á E9 er einum lagið!



Það er yndislegt þetta líf, þetta líf. Ég hef frá svo mörgu að segja eftir viðburðaríkar vikur undanfarið og þarf að gefa mér tíma til að koma því á blað, eða jafnvel bara hingað inn.

Ást og út!



Engin ummæli: