Uppskriftin er original frá Nigellu, en fékk smá snyrtingu hjá mér. Ekki það að ég sé að reyna að gera betur, heldur notar hún stundum hráefni sem ég á aldrei til og það gengur ekki!
Eftir smá tilraunir er niðurstaðan þessi:
4 bollar hveiti
4 tsk. lyftiduft
2 msk. flórsykur
4 msk. mjúkt smjör
-blandað saman með hnoðaranum
2 msk. olía
1 1/2 bolli AB-mjólk (jafnvel aðeins rúmlega, deigið á að vera blautt í fyrstu)
-sett saman við og hnoðað áfram þar til deigið er orðið að klístraðri einingu sem hægt er að losa úr skálinni á hveitistráð borðið þar sem deigið er hnoðað áfram. Bollur gerðar (með lófum eða með glasi).
Bakað við 220 °C í 12 mínútur
Ég er farin að fá mér rjúkandi skonsu, smurða með smjöri og osti og kaffi með. Slllúúrrp!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli