þriðjudagur, 15. nóvember 2011

Brauðdrengur

Það er engu líkara en ég hafi fátt að gera við tímann nema að baka. Því er nú öðru nær, en þessi misserin er ég einfaldlega haldin óstjórnlegri þörf fyrir að taka myndir af matnum mínum :o)

Í kvöld bökuðum við mæðgurnar Brauðdreng sem við snæddum svo í kvöldhressingu. Svakalega hressilegur strákur sem var mjúkur undir tönn og krúttlegur. Alls ekki gómsætur, enda er alvitað að ekki er hægt að lýsa ósætum mat með því orði. En sætur var hann að sjá, það fer ekkert á milli mála!Engin ummæli: