Maður er svona næstum því að standa sig í færsluflokknum Mynd vikunnar. Reyndar er það nú þannig að síðustu daga hef ég svipast um eftir myndefni, en ekki haft erindi sem erfiði. Hér á ég auðvitað við skort á myndefni utandyra, hér innandyra er ekki þverfótað fyrir myndefni daginn út og inn þar sem sambýlisfólk mitt boðið og búið að stilla sér upp hvenær sem er :)
Utandyra hefur verið frekar súldarlegt um að litast upp á síðkastið, allt blautt og brúnt. Ekki eitt fallegt sólarlag síðan um áramót.
Þess vegna er mynd vikunnar að þessu sinni úr sömu syrpu og síðast, frá ferð minni niður á Breið á gamlársdag. Ég Gimpaði þessa mynd aðeins og sjá:
|
31.12.2010 - Ljósbrot |
Kannski er sólin og ljósbrotið aðeins of mikið af því góða, en þegar maður er að æfa sig þá er nú öllu tjaldað til!
Nú er bara að vona að veðrið fari að lagast, ég get a.m.k. ekki tekið mynd af þessu brúna og blauta út um allt, það er alveg á hreinu :)
4 ummæli:
Nice capture!
What kind of lens were you using? ;)
Minn bara búinn að tileinka sér tungutakið :)
Hvernig er það á ekkert að uppfæra hlaupadagbókina?
Hvernig er það Tóti, á ekkert að uppfæra bloggsíðuna þína? Múhahahaha!
Skrifa ummæli