fimmtudagur, 3. febrúar 2011

Zumba

Ég er í Zumba.
Veit ekki alveg hvort þetta er dans eða eróbikk, enda skiptir það litlu því hvorugt tilheyrir minni sterku hlið.
Eins og er þá er ég eins og konan í græna bolnum aftast í þessu myndbandi:

Þetta er samt gaman og maður er aðeins betri með hverjum tíma og eftir þessar 6 vikur standa vonir mínar til að þetta hafi nú skánað aðeins svona á heildina litið :)

1 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Hahahha! Þú ert flott í græna bolnum, fer þér vel... dregur fram grænan augnlit þinn og lögulegar línurnar.

En úff ég gæti alveg trúað því að zumba sé skemmtilegt. verður maður að vera með master í getnaðarlegum mjaðmahreyfingum?