föstudagur, 16. maí 2008

Hér er ég!

Jæja þá, kominn mánuður og maður verður jú að standa við orð sín.
Nú sé ég fyrir endann á þessari brjáluðu önn og ég ætla ALDREI að gera þetta aftur. Er búin að skrá mig í 5 einingar næsta haust og ætla mér að hafa það náðugt þá.
Þrátt fyrir miklar annir þá hefur þetta verið skemmtileg önn, sérstaklega þar sem ég er búin að prófa ósköpin öll af forritum, tólum og tækjum sem ég get nú notfært mér til hins ýtrasta.

Fyrr í vetur prófaði ég t.d. Second Life aðeins (í alvöru, stundum trúi ég ekki að ég sé í skóla, þetta er e-n veginn of skemmtilegt til þess...)

Ég byrjaði í einhvers konar æfingabúðum þar sem ég lærði að hreyfa mig, aka alls kyns farartækjum, fljúga og eiga samskipti við aðra. Þarna var fjöldinn allur af öðrum byrjendum sem fetuðu sín fyrstu skref þarna líkt og ég.

Það gekk allt saman rosalega vel, nema hvað fötin sem ég var í voru eitthvað svo bjánaleg, allt of efnislítil og hálfgegnsæ. Þannig að ég fór inn í "fataskápinn" og fletti í gegnum flíkurnar sem voru í boði. Ég týndi til skárri flíkur og klæddi mig úr til að hafa fataskipti. Það var fljótgert þar sem flíkurnar voru fáar og þunnar.

Ekki veit ég hvað gerðist svo, en áður en ég náði að klæða mig í nýju fötin var ég skyndilega komin út úr skápnum og stóð þarna kviknakin fyrir framan furðu lostna SL nýliða! Ég fann fyrir sýndar-blygðun og reyndi í ofboði að komast aftur inn í skáp. Áður en ég náði því birtist ungur maður við hlið mér og vildi endilega spjalla við mig. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað hann sagði en það var eitthvað á þessa leið: "mmmmmmmmmmmmmmmmhmmmmmmmm how are YOU doin´ "

Ég fór upp í File og Quit og yfirgaf þennan kjötmarkað í skyndi.


Allavega, nú á ég aðeins eftir að fínpússa nokkur verkefni og skila, þá verður þetta loksins búið og komið að máli málanna:
Sumarfríííí!!!
Jebb, það hefst eftir rúmar tvær vikur og þá hef ég einmitt pantað brjálaða sól og bilaða blíðu í stíl við súkkulaðibrúnt litarhaft :þ

En nú er ég farin að fínpússa,
túrílú
Blogged with the Flock Browser

4 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Jess!
Skemmtilegt blogg eins og alltaf hjá þér frú Björg!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju að vera svona nokkurn vegin búin...maður nær kanski að plata þig í hjólreiðatúra eða bara göngutúra...ekki veitir mér af eftir próftörnina mína...fékk aðeins of mikið af lærdóms-nammi...sko það er ekki latabæjarnammi...hehehe

Sí jú skvísi

Ingvar sagði...

Þú valdir semsagt nýju fötin keisarans...
Gaman að heyra frá þér aftur.

Nafnlaus sagði...

Loksins-loksins...

Yndislegt að "heyra" frá þér aftur :o)

Alltaf svo gaman að lesa pistlana þína.

Vona að sumarfríið verði gott og algjört möst að panta sól og blíðu fyrir endaðan júlí ;o)

Kremjuknús...