miðvikudagur, 16. apríl 2008

Vá!

Hefur nokkurn tímann liðið svona langt á milli hjá mér?
Mér þykir leitt að hryggja dygga lesendur með því að það er a.m.k. mánuður í fullkomna endurkomu mína hingað, sorry!
Hér er allt á bólakafi í lærdómi og vinnu á milli þess sem ég reyni að sýna börnunum og Tóta áhuga eins og hægt er. Allt tekur þó enda og ég tel niður dagana núna. 15. maí skila ég síðasta verkefninu og þá verður svona come-back hérna!

Um síðustu helgi tók ég reyndar frí frá bókunum (...eða tölvunni reyndar) af því ég var hreinlega komin með nóg. Það má nú vera gaman líka!
Fyrir utan það að þrífa húsið hátt og lágt og setja í nokkrar vélar (ég veit, rosa gaman...) þá fór ég á smá djamm á laugardagskvöld.
Ágústa Baunalandsbúi birtist hér öllum að óvörum .... eða mér a.m.k.! Það var því hittingur á laugardagskvöld og auðvitað smelltum við okkur á Mörkina á eftir og tjúttuðum þar til lokaði. Bara gaman.

*geisp*

Ætla að gera eitthvað af viti áður en ég halla mér.
Set hér inn auglýsingu að tónleikum aldarinnar, allir að mæta!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo týpískt að þegar maður er mikið að læra þá virðast hin leiðinlegustu hússtörf mjög svo skemmtileg, haha.

Gangi þér vel með lærdóminn.
Hulda Sæv.

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ og takk fyrir síðast:o)
Það var alveg yndislegt að hitta þig og ég hlakka svo til að koma heim aftur í sumar... styttist óðum. Og var það ekki Leggjabrjótur sem við vorum að plana?
Og ég myndi sko mæta á stórtónleika ársins ef ég gæti :o/

En nú sit ég úti í sólinni, alveg yndislegt veður hér, er nýkomin heim frá Þýskalandi eftir frábæra helgi.

Risa knús og sakn...

Nafnlaus sagði...

Vá... hvað ég sakna þín. Kíki hingað á hverjum einasta degi og ath. hvort þú sért búin að skrifa.
Hringi kannski í þig við tækifæri.

Risa knús...

Unknown sagði...

Kvitti kvitti kvitti.
kv faraldsfotur

Hörður og Árný sagði...

Sakna þinnu hnitnu blogga og skemmtilegu kommenta. Ég vona að verkefnavinnunni sé lokið núna og þú getir farið að njóta vorsins/sumarsins :-)
Kv.Árný