Sonur minn fagnaði sjálfstæði í páskafríinu sínu. Sá eini í fjölskyldunni sem fékk alvöru páskafrí og ekki annað í stöðunni en að skilja drenginn eftir heima á meðan við hin sinntum okkar vinnuskyldum.
Hann fékk því lykla og síma til yfirráða. Þessi sími var að rykfalla ofan í skúffu, ævaforn og ódýr. Hreinasta tækniundur í augum 7 ára drengs.
Nýjasta áhugamálið hjá drengnum er kvikmyndagerð með símanum. Hann er búinn að vera meira og minna úti allt páskafríið að taka upp myndir! Hér má sjá eina tilraun, takið eftir því þegar vinur hans reynir að henda grjóti í saklausan svaninn á meðan Björgvin dásamar fegurð dýrsins...
7 ummæli:
Æðislegt að sjá hvað drengirnir höfðu gaman að nýta gömlu og góðu tæknina.
Hummm er þetta nokkuð Freysson þarna á ferð með grjótið???
Mig svona grunar það....þarf að fara vinna í þessu uppeldi. Hehe.
Bestu kveðjur
Ójá, rétt er til getið!
Seigur strákur.
Hann á framtíðina fyrir sér í þessum bransa.
Döbba móða.
Ákaflega fyndið myndband. Bæði stríð og friður á nokkrum sekúndum.
Þessi drengur sem þið eigið!!!
"Sjáið þennan Svan. Haaann er fallegur, umhumm..." Ég sé hann fyrir mér í framtíðinni stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti :)
Litli snilli!
Þessi drengur sem þið eigið!!!
"Sjáið þennan Svan. Haaann er fallegur, umhumm..." Ég sé hann fyrir mér í framtíðinni stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti :)
Litli snilli!
Jæja!
Hvað er svo að frétta???
Ég kíki hér nokkrum sinnum á dag :o/
Heyrumst og sjáumst!
Skrifa ummæli