mánudagur, 17. mars 2008

Hér kemur eitt skólaverkefnið. Ætlaði nú að klippa saman videóbrot (eins og ég átti að gera í þessu verkefni) og fór því með fínu myndavélina mína af stað í videóupptökur. Neinei, svo er ekki hægt að nota þær upptökur! Því notaði ég bara ljósmyndir og fékk lánaða tónlist hjá honum Svabba. Assgoti ágætt bara.

Mig langar samt að prófa hitt, að klippa saman videóskot. Þannig að ef einhver velviljaður tölvunjörður gæti sagt mér hvernig maður kemur upptökum á formatinu .mov yfir á eitthvað sem MovieMaker getur lesið eins og t.d. .wmv eða eitthvað svoleiðis þá endilega láti sá hinn sami mig vita :)

Vesgú:

9 ummæli:

Ingvar sagði...

Flot hjá þér.

WMV = Windows Media Video.
Hefurðu prufað Google til að finna svoleiðis hugbúnað? Nota svona ekkert sjálfur.

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt myndband hjá þér Bogga mín og mikið er þetta falleg fjölskylda!
Vona að þið hafið það sem allra best og gleðilega páska kæra mín:)
Kveðja Bósan

Nafnlaus sagði...

Ohhh... ég fékk tár í augun! Hljóta að vera hormónarnir ;)
En svo reddaðist þetta þegar ég sá hann Þórarinn frænda minn í kraftgallanum sínum! múhúhúhú..hahaha ;)

Ekkert smá flott hjá þér Bogga!!!

*knús í kotið*


Kristín

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri snillingurinn :o)
Þetta er ekkert smá flott hjá þér... hlakka til að sjá meira af ykkur falleg fjölskyldunni :o)

Knús í kotið..

Nafnlaus sagði...

Huhuh...fór að háskæla :'( :) Þetta er ekkert smá flott ! Lagið gerir svaka mikið við þessar yndislegu myndir...Sakna ykkar :P

Nafnlaus sagði...

Æðislegt hjá þér....æðislegar myndir.

Hörður og Árný sagði...

Þetta er skemmtilegt myndband með broslegum myndum. Þið eruð sönn eðalfjölskylda:-) Knús á línuna. Vonandi hittumst við um helgina ;-)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og gleðilega páska. Flott myndbandið hjá þér, þú ert algjör snillingur í þessu. Ég vildi að mín heimaverkefni væru svona skemmtileg!!

Nafnlaus sagði...

Æðislegt. Þið eruð svo flott fjölskylda. Skemmtilegur skólinn þinn verð ég að segja.

Kveðja úr keflavík.

Harpa og co