Eins og þeir allra klókustu tóku eftir (!) þá er ég að spá í videóbloggi.
Nýtt æði sem eflaust á eftir að taka völdin í bloggheimum fyrr en varir.
Ég og vefmyndavélin mín eigum í nánu sambandi þessa vikurnar, ég er hvort eð er í daglegum útsendingum. Ef ég er ekki á netfundum, þá er ég að taka upp hljóð og mynd af mér og/eða skjánum mínum.
Allt í nafni náms og kennslu að sjálfsögðu.
Þannig að það er aldrei að vita nema smettið á mér birtist hér einn góðan veðurdag. Vúhú!
Talandi um góðan veðurdag! Einn slíkur rann upp í morgun, bjartur og fagur. Snjór yfir öllu og sólskin. Ég vaknaði við óhljóð í hekkklippum í næsta garði, það fær mitt hjarta alltaf til að slá aðeins hraðar! Þetta er s.s. allt að koma, við borðuðum kvöldmatinn m.a.s. í björtu í kvöld! Jahá, vorið er á næsta leiti :)
Það er ekki seinna vænna, því eins og venjulega er maður að niðurlotum kominn eftir langvarandi myrkur og vetrarvesöld.
Framundan er vor með tilheyrandi betri tíð og blómum í haga...og jafnvel videóbloggi, hver veit?!?
1 ummæli:
Hæ, hæ sætust.
Ég væri sko alveg til í að sjá þig á videobloggi :o)
Skrifa ummæli