Og þá er kominn september. Næturnar orðnar dimmar og kvöldin rökkurfyllt. Ég verð að viðurkenna að það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til haustsins. Ég er gersamlega stútfull af hugmyndum fyrir komandi mánuði og veit að þeir verða troðnir spennandi verkefnum, viðburðum, stefnumótum og bara gleði almennt. Svo finnst mér haustverkin alltaf skemmtileg en þessa dagana er ég haldin árlegri óstjórnlegri þörf fyrir að sulta allt mögulegt og safna mat í frystikistuna. Eða eins og máltækið segir: það er hægt að taka Boggu úr sveitinni, en það er vonlaust að taka sveitina úr Boggu!
Helgin sem nú er að líða var algerlega frábær, okkur var boðið að Hreðavatni með Snorra, Ínu og co í voðalega huggulegan bústað með arni og allt! Hef aldrei áður verið í bústað þar sem logar arineldur, mjög fátt sem toppar það. Annars var þetta mikil slökun, lestur, pottaferðir, göngutúrar, át og svona þetta hefðbundna. Alveg yndislegt.
|
Við fundum villt jarðaber rétt við bústaðinn! |
|
Alltaf sólarmegin. Skömmu síðar sofnaði ég og náði svona "Flíspeysu-tani". Mjög flott. |
|
Vinurinn fékk þeyttan rjóma út í berin sín |
|
Sól og blíða og Hreðavatn þarna í fjarskanum |
|
Göngutúr að Hreðavatni. Sólin er alltaf að búa til eitthvað fallegt sem gleður mömmuhjartað |
|
Þessi ástarpungur grillaði glaður hamborgara fyrir okkur þegar við komum heim. Úrhellisrigning engin fyrirstaða! |
1 ummæli:
Dásamlegt að eiga svona mörg blogg inni :) Gaman að lesa og sjá myndir. Þið eruð svo endalaust dugleg öll sem eitt. Og þið hjónin eldist sérstaklega vel haha! Ég hlakka til að sjá mynd af Þórarni í body paint og skrifstofuaðstöðunni! Og uppskrift að rabbachilisultu! Mmmm...hljómar vel :) (verst að eiga ekki kálgarð á þessum síðustu og verstu! Ræktar þú paprikurnar inni eða út?)
Skrifa ummæli