mánudagur, 23. september 2013

Fagrir haustdagar

Síðustu dagar hafa verið undurfagrir, litríkir og bjartir. Haustdagar eins og þeir gerast bestir. Ég er á kafi í lærdómi, en reyni samt að líta upp og njóta núsins þegar færi gefst.
Við Tóti fórum tvisvar á Háahnúk í vikunni. 45 mín á tindinn í fyrri ferðinni, 40 mín í þeirri seinni. Stefnt á hálftímann með tíð og tíma :)





Neró er hrifinn af fjallaferðum sambýlisfólks síns, þessi elska!

Snæfellsjökul ber við sjóndeildarhringinn. Ótrúlegir litir í sólsetrinu undanfarin kvöld.

Síðustu kvöld hafa verið óvenju litrík. Sólarlagið hér á Esjubrautinni er engu líkt!


Engin ummæli: