miðvikudagur, 4. september 2013

Morgunstund

Við Höfðavík kl. 6:39
Hin morgunsvæfa ég vaknaði óvenjusnemma þennan morguninn og úr varð morgunganga með Neró í björtu, svölu haustinu. Við vorum mjög hamingjusöm með það, eins og gefur að skilja. Vonandi verður það að vakna kl. 5:47 útsofin og últra hress nýr siður sem helst í einhvern tíma. Ég hef að undanförnu verið hugsi um siði og venjur og væntanlega verður það fljótlega að nýrri færslu sem skýrir það sem ég á við með þessu!

2 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Hlakka til að lesa um siði og venjur!

Kristín Edda sagði...

Verður eitthvað skrifað um dónasiði?