laugardagur, 31. ágúst 2013

Sólarmegin

Alltaf sólarmegin. Það er þema síðustu mánaða og verður áfram út í hið óendanlega.

Þessa helgi höfum við verið í bústað við Hreðavatn með góðum vinum og áttum alveg eins von á hræðilegu veðri, enda kröpp lægð að ganga yfir landið.  En aldeilis ekki, hér hefur verið dásamlegt veður, sólskin og hlýtt, þótt aðeins hafi blásið af vestri.  Ég sofnaði jafnvel í sólbaðinu áðan og er smá rjóð í kinnum eftir það svo og göngu- og pottaferðir dagsins. Svo fundum við 5 berjategundir i dag: bláber, aðalbláber, krækiber, hrútaber, og villt jarðaber. Allt hérna í seilingarfjarlægð frá bústaðnum!

Lífið er yndislegt!

Engin ummæli: