miðvikudagur, 16. júlí 2014

Taska, taska


Ég er ekki alveg búin að taka upp úr öllum töskum ennþá, enda er það ofsalega mikið verk eftir svona langt sumarfrí og allt of mikið til að hægt sé að ljúka því í einni atrennu. Þessari tösku hef ég hugsað mér að leyfa bara að vera. Ég meina, það gæti brostið á sólskin hvað úr hverju og þá er ekkert verra að vera tilbúin. Geta gripið með sér þessa elsku á leiðinni út á pall!

Þetta er semsagt botninn á sund- snyrti- og sólbaðstöskunni minni sem fylgir mér hvert sem ég fer. Eins og sést gerði Nivea gott mót þegar ég fyllti á birgðirnar í vor, enginn samdráttur í sölu sólaráburðs getur mögulega verið frá mér kominn.

Ég ætti nú samt alveg gengið frá nefspreyinu, enda harla ólíklegt að ég fá annað heiftarlegt kvef. Ekki í þessum mánuði alla vega, eitt kvef í júlí er nóg.


Engin ummæli: