miðvikudagur, 2. júlí 2014

Kóróna dagsins

Sólin mín með kórónu dagsins
Þessi prinsessa ætti að fá að bera kórónu á hverjum degi, en því miður fæst mamman ekki til þess arna nema á rigningardögum eins og í dag. Kóróna dagsins tókst alveg með ágætum og er alveg til þess fallin að kóróna daginn ef út í það er farið.

Nema ég skottist út í búð og kaupi rjóma! Þá gæti ég búið til Salt-karamellu-mocha og heldur betur kórónað daginn með því að setja tærnar upp í loft og sötra það með hljóðum og allt. Umhummm, nú langar mig ekki í neitt annað...

1 ummæli:

Ragnheiður sagði...

Það eru bara snillingar sem geta þetta! :) Flott hjá ykkur.