fimmtudagur, 29. maí 2014

Vinnuföt

Eftir augnarbliks helgarferð húsmóðurinnar til Danmerkur þar sem hún naut lífsins í sól og sumaryl með vinkonu af bestu sort, er komið að því að rífa sig af stað í að vinna í garðinum og sinna smá viðhaldi. Ég minntist á þetta við krakkana við varðeldinn í gærkvöldi, og þau voru mjög spennt fyrir þessu.

Kósítæm á pallinum í gærkvöldi þar sem umræðuefnið
var meðal annars þrældómur dagsins í dag :)
Í morgun rauk Sól á fætur, skóflaði í sig morgunmat og vildi endilega fara út í garð med det samme (afsakið dönskusletturnar, ég hef verið erlendis). Svo spurði hún um vinnuföt.

Ég hváði, hélt hún hlyti að eiga einhverja fataleppa til að vera í við garðsláttinn, en hún setti upp hissa-svipinn og sagðist hreint engin vinnuföt eiga. Við tókumst á um þetta um sinn, og komumst að þeirri niðurstöðu að hún hafði rétt fyrir sér. Í fataskápnum leyndust engin vinnuföt. Þannig að nú er tvennt sem þarf að gera: Í fyrsta lagi að fara aðra ferð í H&M fyrir barnið þar sem keypt verða vinnuföt, og í öðru lagi að láta barnið vinna meira og oftar!

Engin ummæli: