laugardagur, 3. maí 2014

Próflokadjamm

Úff, 9 klukkutíma heimaprófi loksins lokið og ég þurfti að nota allan tímann sem í boði var. Ég vildi að apríl mánuður hefði verið aðeins mildari við mig, svona tímalega séð. Þá hefði kannski getað verið betur lesin, en svona er það bara. Það gengur heldur ekkert að hanga í baksýnisspeglinum, ég hef lært ýmislegt af þessum aprílmánuði og einhverra hlut vegna átti þetta að fara svona.

Ef mér reiknast rétt til, þá dugar þetta próf samt til þess að ég fái að útskrifast með þriðju háskólagráðuna mína. Mikið sem ég er glöð með það! Og að auki bíð ég frétta frá háskólanum, því ég sótt um ansi spennandi mastersnám i haust sem ég vona að mér verði hleypt inn í, kemur allt í ljós.

Alla vega, það er próflokadjamm hjá mér í kvöld, sem líklega fer þannig fram að ég tek smá þrifrúnt um húsið mitt sem er í rúst eftir þessa törn, og jafnvel kúri mig með besta fólkinu í sófanum yfir góðri mynd.
Megið þið njóta þess sem eftir lifir helgar, það ætla ég í það minnsta að gera!

Ást og út,
Bogga

Engin ummæli: