laugardagur, 10. ágúst 2013

Gay Pride 2013

Í dag áttum við yndislegan fjölskyldudag, fórum í höfuðborgina og fylgdumst með Gleðigöngunni fara hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti á Gay Pride, hef alltaf verið upptekin við eitthvað annað. En þar sem við fórum ekki í útilegu þessa helgina (eiginlega fyrsta heila helgi sumarsins sem við erum heima!) skelltum við okkur. 

Ég var ekki alveg viss um á hverju ég ætti von, hvort þetta væri bara hópur af leðurhommum sveiflandi dildóum eins og lýsingarnar voru á göngunni fyrir nokkrum árum. En það var nú aldeilis ekki, atriðin voru hvert öðru glæsilegra, bæði litrík og dillandi en líka beinskeytt og rammpólítísk, því réttindabarátta ekki bara gleði og glimmer. Mikið var deilt á Rússland og önnur ríki þar sem mannréttindi eru virt að vettugi. Ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum og eftir daginn finnst mér ég hreinlega vera betri manneskja, alla vega ríkari :)

Ég tók smá videó af göngunni, eins og sjá má hér:




2 ummæli:

Árný Þóra Ágústsdóttir sagði...

Já þetta hefur verið hin besta skemmtun og ekki amalegt að í þessu myndbandi náðir þú myndum af mínum besta vini í jómfrúargöngu sinni :-)

Björg sagði...

Hei, frábært! Endilega sendu honum slóð á myndbandið :)
Sjáumst um helgina!