Ég er enn í sumarfríi. Um síðustu helgi fórum við í bústað með Snorra, Ínu og þeirra slekti. Rosalega fín helgi með mikið af mat og afslöppun. Á sunnudaginn var svo afmælisveisla í Heiðmörk hjá hinum 2ja ára Reyni. Frábært veður og Heiðmörk er falleg umgjörð um svona fjölskylduboð, stundum vildi ég að ég ætti sumar-afmælisbörn...
Pabbinn og Vinurinn í sveppaleit |
Sólin og Snorri í sólskinsskapi í Heiðmörk |
Svona eru sumar-afmæli |
Reynir 2ja ára og Snorri 2ja ára |
3 ummæli:
Alltaf jafn gaman að hitta ykkur og eiga góðan dag. Takk fyrir okkur og strákinn.
P.s:
Tóti er eins og Tortímandinn eða Robocop þarna fyrir aftan strákana á neðstu myndinni.. Alltaf svalur!
Hahah nei nú hló ég upphátt! Krúttarapattar að borða snakk og tortímandandanum stekkur ekki bros í bakgrunni!
Hip, hip húrra - gaman að lesa ný blogg :)
Skrifa ummæli