þriðjudagur, 2. ágúst 2011

Dánarfregnir og jarðarfarir

Tölvan mín andaðist fyrir helgi. Sýnir bara bláan skjá með villumeldingum. Hvorki hægt að boota frá harða drifinu né CD og við hjónakornin kunnum til samans ekki meir. Í morgun streymdu svo inn um póstlúguna bæklingar með skólatilboðum á tölvum... tilviljun? Nei, ég kýs að kalla þetta örlög. Ég þarf samt að finna einhvern sem kann að nálgast gögnin á gömlu tölvunni því þar eru myndir og skrár sem ég þarf að eiga. Útförin verður auglýst síðar.
En þar sem sumarfríið er búið hjá húsbandinu og hann þurfti að fara til vinnu í morgun þá legg ég bara undir mig hans tölvu og hef það kósý ein í sumarfríi :o)

Engin ummæli: