Við Björgvin tókum á því í dag, hann sló og ég mokaði. Smá mosaeyðir fékk líka að fljóta með. Mikið sem við erum sátt við afraksturinn. Keyptum okkur síðan laugardagsnammi og höfðum það kósí. Yndislegt alveg hreint.
Á meðan dunduðu feðginin sér við veiðar í Eyrarvatni. Einn silungur kominn í grafning og allt. Mótorinn varð bensínlaus úti á miðju vatni og þegar reynt var að róa í land brotnaði önnur þóftan. Hvurslags eiginlega!
Ég held að við Björgvin höfum vinninginn í notalegheitum í dag :o)
Þessi þarf hvorki bensín né árar... |
3 ummæli:
Þvílíkur auli getur maður verið.
Hef kíkt öðru hverju við og séð að ekkert líf hefur verið á síðunni síðan "hlaupadrama" 8. febrúar. Að ég hélt að minnsta kosti.
Þá hef ég einhvernveginn sett bara þá færslu í favorites og fékk það alltaf upp þegar ég hef kíkt inn......
Gott að sjá líf og 3 nýjar færslur :)
Jú, jú, hér er alltaf líf og fjör og fer vaxandi! En hvers vegna er ykkar síða lokuð, er það aulaháttur í mér eða hvað?
Nee ég ýtti bara á close blog hnappinn..
Við erum að ganga í gegn um tímabil sem þú kannast við ;)
Kannski kemur skrifviljinn fram seinna meir.
Þá verður það pottþétt eitthvað ferðalagablogg þar sem við erum alltaf á ferðinni :)
Skrifa ummæli