miðvikudagur, 25. maí 2011

Einu sinni var...

Allar bestu sögurnar byrja á Einu sinni var...

Einu sinni var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og heldur ekki í júlí því þá áttu starfsmenn Ríkisstöðvarinnar frí.

Mig rámar alveg í 1. október 1987 þegar allt í einu var sjónvarp alla daga vikunnar. Þess ber að geta að fyrir utan Stundina okkar á sunnudögum, voru hinir tékknesku Klaufabárðar og Tommi og Jenni eina barnaefnið á dagskrá. Þess vegna glápti ég á þetta allt saman. Af Taggart lærði ég ensku, en enga þýsku lærði ég því þegar uppháhaldsþættirnir um Derrick og hans huggulega fylgdarsvein voru á dagskrá þá var ég náttúrulega bara að horfa á fylgdarsveininn og andvarpa.
óboj, það sem manni fannst Harry Klein huggulegur :)
Þetta var náttúrulega sjónvarpsefni í hæsta gæðaflokki sem ég man ennþá eftir. Núna er sjónvarp allan sólarhringinn og efnið misgáfulegt.

Ég get ekki ímyndað mér að þegar börnin komast til vits og ára þá muni þau hugsa á sama hátt til Chowders eða Ed, Edd n Eddy á sama hátt og ég hugsa til Harry Klein, það er bara þannig.

1 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Fyndid ad lesa thetta! Finnst svo stutt sídan ég sat límd vid skjáinn, horfandi á Taggart, Derrick og alla hina tøffarana! Úff... og samt er ég svona mikid yngri en thú! Ótrúlegt alveg!