laugardagur, 18. maí 2013

11:30

Þetta er morgunmatur meistanna eftir 10 tíma langþráðan svefn. Annasöm vika að baki og við erum í afslöppunar- /eurovisionferð í Húsafelli. Gaman að geta sett inn mynd og færslu hvar sem er, hugsanlegt að maður nýti sér þetta aðeins í sumar.
Veðrið hér er samt hræðilegt, bústaðurinn nötrar hreinlega, svo mikið er rokið. Ég held að ég hafi verið full bjartsýn þegar ég pakkaði sólaráburðinum... Samt yndislegt að slaka á með hjörðinni sinni, spila, éta og... sofa.

2 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Mmmmm....lækkert!

Ég var með bacon-óða konu í gistingu um daginn og ákvað að prófa vöfflur með cheddarosti og baconi - og enginn varð svikinn hér á bæ! Þú verður að prófa ;)
Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti bragðast vel þegar ég las yfir uppskriftina. En sei sei bía! Smá smjör og smá síróp og ta - ta!

http://ljufmeti.com/2013/03/24/beikon-og-cheddarvofflur/


Leiðinlegt að sólarvörnin kom ekki að notum í þessari ferð. En það kemur sumarbústaðaferð eftir þessa og fram að því getur þú huggað þig við að á meðan þú kúrðir í kósýness undir teppi og hlustaðir á rokið þá var ég á ströndinni, með enga sólarvörn. Og ég brann. En það er gróið. Og nú er ég bara brún. Dæs.

Björg sagði...

ömmminomminomm, ég ligg yfir þessu Ljúfmetis-bloggi nánast á hverjum degi og var einmitt búin að lesa þessa vöfflu-uppskrift og slefa aðeins. Verð bara að prófa þetta :)

En varðandi tanið (til lukku með þitt), þá rættist nú aðeins úr veðrinu þarna í Húsafelli svo ef ég kúrði mig niður í eitt hornið á pottinum þá var rokið ekki svo mikið að trufla tanið. Held ég hafi fengið eina freknu og allt. Ekkert brún samt. Næs.