fimmtudagur, 23. maí 2013

Heimalærdómur




Ég held að börnin mín eigi bestu kennara sem hægt er að hugsa sér, í heimsins besta skóla. Nú þegar vorönn er aaalveg að ljúka og sumarfríið aaalveg að byrja eru þau ennþá bæði áhugasöm og glöð með sitt. Núna situr Sólin mín á borðstofuborðinu og sinnir heimavinnunni með ánægju. Verkefnið er að lesa út um allt, upphátt og í hljóði, hvar og hvenær sem er, inni í skógi og upp á borði og út um allt. Hvað er hægt að hugsa sér það betra?

Engin ummæli: