Hér á heimilinu hafa verið í gangi framkvæmdir sem tafið hafa ýmsan jólaundirbúning. En nú sér fyrir endann á því öllu saman og nýtt og betrumbætt heimili óðum að verða tilbúið fyrir jólin. Í dag var loksins ráðist í gerð Piparkökuhússins 2012. Við máluðum líka piparkökur í dag, heilmikill kósídagur hér á E9.
Krakkarnir gerðu sín piparkökuhús á 1. í aðventu, þau voru étin samdægurs! Best að setja líka inn myndir af þeim:
Svo gerðum við kertastjaka úr appelsínu og fengum okkur heitt kakó og engiferkökur, fátt sem jafnast á við það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli