Jæja, ég druslaðist út í hlaup á sjálfan Jóladag! Ekki veitir af, það brakaði í mér allri þegar ég fór á fætur í morgun, ég hef verið svo löt að hreyfa mig undanfarið. Við Ágústa hlupum saman 5k hring um bæinn og vorum svakalega ánægðar með dugnaðinn. Aldeilis fínt að skella sér svo í hangikjöt til tengdó og belgja sig út af góðum mat.
Annars er það helst að frétta að í gær var Aðfangadagur! Við fjölskyldan voru heima, eins og venjulega, og iðkuðum okkar helgu og fastmótuðu siði með smá tvisti hér og þar, allt eins og það á að vera. Börn og fullorðnir voru afskaplega ánægðir með gjafir og kveðjur. Við gáfum krökkunum litlar spjaldtölvur sem þau eru í skýjunum með og vinurinn dreif saumavélina upp á borð í morgun og saumaði poka utan um þær, vantar bara smellur til að loka þeim og þá eru komnar fínustu spjaldtölvutöskur. Hann er bæði úrræðagóður og handlaginn drengurinn :)
|
Jólatréð skreytt á Þorláksmessukvöld |
|
Sólin að hengja skraut á jólatréð |
|
Skrautið á jólatrénu á sér oft sögu, Björgvin gerði nokkra kanil-leirmuni á leikskólanum þegar hann var 4ra ára. Þeir ilma ennþá yndislega og minna alltaf á jólin :) |
|
Fallegu systkinin á E9 á árlegri jólamyndatöku eftir skreytinguna. Ég held að jólatréð fari minnkandi með hverju árinu! |
|
Krúttleg :) |
|
Það voru nú ekki margar myndir teknar á aðfangadagskvöld, við gleymdum okkur alveg í hugginu. Þarna erum við farin að spila um miðnæturbil og Sólin komin í kósígallann :* |
|
Vinurinn kominn í bolinn frá Keilufélaginu, helsáttur við kvöldið |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli