föstudagur, 2. janúar 2015

Af bókum 2014

Þá er komið að stóra uppgjörinu, opinberun hins árlega bókhalds míns (meint kím). Lesnar bækur á árinu 2014 voru 18 talsins, eilítið fleiri en á árinu 2013 er ég las 13 bækur. Þannig að ég er sátt. Eins og áður inniheldur listinn aðeins yndislestur, skólabækur komast ekki á listann. Bækurnar eru þessar: 

 • Óreiða á striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur
 • Stúlka með fingur e. Þórunni Valdimarsdóttur
 • Karitas án titils e. Kristínu Marju Baldursdóttur
 • Rigning í nóvember e. Auði Övu Ólafsdóttur
 • Undantekningin e. Auði Övu Ólafsdóttur.
 • Illska e. Eirík Örn Norðdahl
 • Auðnin e. Yrsu Sigurðardóttur
 • Upphækkuð jörð e. Auði Övu Ólafsdóttur
 • Dísusaga e. Vigdísi Grímsdóttur
 • Afleggjarinn e. Auði Övu Ólafsdóttur
 • Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttur
 • Ljósa e. Kristínu Steinsdóttur
 • Fölsk nóta e. Ragnar Jónasson
 • Ég man þig e. Yrsu Sigurðardóttur
 • Dóttir beinagræðarans e. Amy Tan
 • Skuggasund e. Arnald Indriðason
 • Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf e.  Jonas Jonasson
 • Lygi e. Yrsu Sigurðardóttir

2 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Og hver þessara stendur mest upp úr? Hverri mælir þú með ef þú ættir að velja eina sem er algjört möst að lesa?

Takk fyrir þetta fína bókhaldsuppgjör. Ég elska "af bókum". Skömm að segja frá því að ég hef ekki enn komist yfir Auði Övu. Ætla að bæta úr því næsta sumar ef Bæjar-og héraðsbókasafnið vill lána mér ;)

Kveðjur í kotið!

Björg sagði...

Tja, bækurnar hennar Auðar Övu standa upp úr og þá Afleggjarinn mest allra. Ég sver það, að lesa Auði Övu er eins og konfektmoli sem bráðnar í munni. Algert sælgæti, textinn svo ljóðrænn og hrífandi. Öfunda þig að eiga hana eftir!