sunnudagur, 21. apríl 2013

Pallaveður

Þvílíkur sólskinsdagur sem verið hefur í dag, svo dásamlegur  að hér sit ég við skriftir úti á palli, í sólstól með sólgleraugu, á hlýrabol í þokkalegasta hita og smjatta á sítrónugosi og harðfiski með smjöri. Ég játa að þetta síðasta er kannski ekki það sem vænta mátti helst í þessum kringumstæðum, en þegar harðfiskþörfin knýr dyra fær maður ekki flúið. Ekki einu sinni sítjandi í sólbaði úti á palli. Örugglega af því ég er nú einu sinni fyrrum harðfiskbóndadóttir. Sítrónugosið er þó meira í takt við aðstæður, nýjasta æðið mitt, minnir á sólskin í dós. Tjisssss!

Engin ummæli: