laugardagur, 25. september 2010

Sushi

Tölum aðeins um kvöldmatinn. Hann er óþrjótandi uppspretta orða :)
Í kvöld verður eldhúsinu mínu breytt í tilraunaeldhús því á matseðlinum er Sushi!! Í fyrsta sinn sem það er á boðstólunum hér og krakkarnir eru að springa úr spennu.

Húsmóðirin keypti kjána-heldan byrjendapakka sem inniheldur allt sem þarf: bambusmottu, Nori-blöð, hrísgrjón, hrísgrjónaedik, soyasósu og wasabi. Síðan er silungurinn og krabbinn er að þiðna í þessum töluðu skrifuðu orðum og gúrkan og avocadoið bíða spennt á kantinum. Ég slefa bara við að skrifa þetta!

Nú bara ligg ég á netinu að skoða sushi uppskriftir og læt mig dreyma um að fara út að borða hér:
Osushi
Það getur ekki verið slæmt að borða þar sem maturinn kemur til manns á færibandi!! Gulir diskar kosta þetta mikið, grænir diskar kosta aðeins meira, bambusdiskarnir örlítið meira en það. Sitjandi þarna með allan þennan mat á stöðugri ferð er ekki víst að ég geti tekið fulla ábyrgð á gjörðum mínum...

Mmmm get ekki beðið til kvölds, slúrp!

2 ummæli:

Hörður og Árný sagði...

Hvernig lukkaðist þetta?
Árný er mikill sushi lover og sjálfum finnst mér þetta ekki alslæmt.

Björg sagði...

Það gleymdist nú að taka myndir, en þetta leit út og bragðaðist alveg eins og alvöru Sushi :)
Kom mér virkilega á óvart, mjög gaman að búa þetta til og alveg himneskt á bragðið. Verður bókað endurtekið!