mánudagur, 27. september 2010

Háin þrjú

Ég er lasin. Ó, svo lasin.
Alveg rólfær þannig, svoleiðis að maður mætir auðvitað í vinnu og sinnir svona þessum helstu daglegu skyldum. En er samt svo lasin, ó svo lasin.

Mér leiðist svona hálfkák. Vil bara ljúka svona hlutum af hið fyrsta, taka þetta með trukki, drífa þetta af, liggja eins og skotin í dag eða tvo og verða svo 99% á ný. Þetta ástand núna er hins vegar að gera mig brjálaða. Háin þrjú, Hóstaköst, Hor og Hausverkur draga mig niður í svona 50% sem er til lengri tíma litið langt fyrir neðan starfhæft bil! Á pantaðan tíma í viðgerð í vikunni, vona bara að eitthvað sé hægt að gera fyrir mig.

Sumir eiga erfitt með að hemja sig þegar þeir hitta lasið og kvefað fólk. Ráðin koma úr öllum áttum, alveg óumbeðin:
"Passaðu að þér verði ekki kalt"
"Éttu hvítlauk"
"Nagaðu engifer"
"Sjóddu sítrónu"
"Borðaðu hunang"
"Hitaðu rauðvín"
...
"Sofðu í öllum fötunum og drekktu heitt rauðvín með hvítlauk, hunangi, engifer og sítrónu..."

Bleh...


4 ummæli:

Hörður og Árný sagði...

ohh ég er svo lasin líka :-S en mér líst vel á rauðvín :-D Hringi í Hörð og segi að hann verði að koma við í ríkinu á leiðinni heim...
Kveðja
hóst og snörl

Björg sagði...

Vonandi gekk þetta upp hjá þér og þú situr nú með rauðvínsglas. Svo hefur Hörður líka gott af rauðvíninu sjálfur :)

Hörður og Árný sagði...

Arg! Árný gleymdi að biðja mig um að fara í ríkið og sitjum við því hér, hún prjónandi með nebbarensli og ég bitur með þurran góm. :/

Björg sagði...

Ástandið á einum bæ! Þið kippið þessu í liðinn á kvöld :)