Ein er sú athöfn sem ég stunda eins oft og ég get. Stundum á morgnana en oftar á kvöldin. Yfirleitt um helgar.
Ekki þarf að kosta mikið til hennar, en uppskeran er ríkuleg.
Ótrúlega margir stunda þetta, sumir halda því fyrir sjálfan sig en flestir eru ófeimnir við að ræða þetta við aðra og fá góð ráð og ábendingar.
Sumir vilja helst gera þetta í einrúmi en öðrum finnst best að hafa aðra með sér. Sumir ganga svo langt að gera þetta í stærri hópum...enn aðrir með alveg nýju fólki í hvert sinn, en ég ætla nú ekki að ganga fram af lesendum með nánari lýsingum á því!!
Og hvað er svona heillandi við þennan verknað? Tja, suma grípur hin taktfasta hrynjandi, aðra heillar ör hjartsláttur og svitakóf. Enn aðra grípur keppnisskap og samanburður við aðra iðkendur hvetur þá áfram.
Maður reynir auðvitað að gera þetta í hljóði, en eins og allir vita sem reynt hafa þá getur það oft og tíðum reynst ansi erfitt. Iðulega læðast stunur yfir varirnar, auk þess sem allir líkamsvessar byrja að flæða óhindrað með tilheyrandi snörli og þvíumlíkum óhljóðum. Vegna þessa reyni ég alltaf að muna að hafa með mér pappír.
Auðvitað er maður ekki alltaf upplagður eins og gefur að skilja. Þreyta og orkuleysi eru algengar afsakanir og þegar kemur að þessari iðju er höfuðverkur er fullkomlega gild ástæða til að taka sér frí.
Ó, ég gæti haldið endalaust áfram!
10 ummæli:
Líkamsrækt auðvitað!
Jaaaaáá, þið eruð mjög heit. Aðeins nákvæmara takk!
Ég held að enginn sé að fatta svar við gátunni.. hmm
Á ekkert að gefa þetta?
Það er ekkert gefið hér! Þið sem einu lesendur þessarar síðu verðið bara að halda áfram að giska!! Tóti gat þetta í annarri tilraun, hann giskaði áður á tannburstun! Ruglaður, ha?
Ég giska á krossgátu...?
...er það ekki athöfn annars?
Ætlaði annars að skamma þig fyrir bloggleti! En mér til óvæntrar og ákaflega mikillar ánægju fann ég hér tvö ný blogg :) Þú klikkar ekkert á þessu frekar en fyrri daginn!
XXX
Nei fólk, ekki er þetta krossgáta, tannburstun eða líkamsrækt. Líkamsrækt kemst samt næst þessu og er jafnvel yfirhugtak þeirrar athafnar sem um er spurt!!
Neih, nú sagði ég of mikið!!
Þú ert að tala um handavinnu einhverskonar? Prjón?
...hmmm afhverju samt líkamsvessar og pappír?
Þú ert að tala um prjón og vegna þess að þú hefur ofnæmi fyrir ull (sem lýsir sér í því að það vessar úr nefinu á þér) þá hefur þú alltaf með þér pappír? emæræt or emæræt?
Nei, nei, engin handavinna. Hendurnar eru reyndar á hreyfingu á meðan á þessu stendur, en þó eru það fæturnir sem mest mæðir á við þessa iðju. Úff já, það sem á þá er lagt!
Pappírinn er samt fyrir nefið, því náðir þú alveg réttu Kristín mín :)
Ganga, fjallganga, skokk, hlaup?
Komið! Skokk/hlaup var það heillin. Gott að þetta hafðist loksins, þá getur maður farið að huga að nýju blogg...hugsihugs....
Skrifa ummæli