fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Útilegur og fjallgöngur

Þetta hefur verið ágætis sumar. Svo ágætt reyndar að ég hef ekki átt yfir það orð aflögu til að setja hingað inn :-)
Á leið á Botnssúlur. Séð frá Sandhrygg út Hvalfjörðinn.

En svona það helsta um útilegur og fjallgöngur:
Veiðivötn voru grisjuð fyrstu helgina í júlí. Flott veður og 28 fiskar á okkur fjögur.
Seinna í júlí fórum við í útilegu í Berserkjahraun með Snorra og Ínu og áttum þessar líka Góðu stundir á Grundarfirði að auki.
Um verslunarmanna helgi tvölduðum við hjá mömmu, Helgu og Pétri við sumarbústað í Grímsnesi. Mjög gaman og lærðum við m.a. nördaspilið Kubb sem reyndist hin mesta skemmtan, spiluðum Fimbulfamb svo eitthvað sé nefnt. Gistum reyndar síðan þriðju nóttinu í bústaðnum hjá Siggu og Jonna, grilluðum saman og höfðum notalegt.
Svo eru þær Íris og Ágústa báðar búnar að vera í fríi á Íslandi og það er alltaf yndislegt að sjá þær en að sama skapi leitt þegar þær fara aftur.

Fjallgöngur hafa nú ekki verið stundaðar eins grimmt og ætlað var. Við Ágústa fórum bæði á Háahnúk og Geirmundartind þegar hún var hér. Síðan fórum við Tóti, Ragnheiður og Alli á Botnssúlur sl. sunnudag. Við höfðum stefnt að þessu í allt sumar og loksins tókst það. Frábær ganga, passleg áskorun þótt þetta hafi verið erfitt á köflum.

Hana, búið að skrifa um útilegur og fjallgöngur eins og ég ætlaði mér. Ferlegt að kunna ekkert að blogga um annað lengur...

Engin ummæli: