föstudagur, 9. apríl 2010

Eggjakaka með spínati og fetaosti

Hér kemur nú uppskrift sem ég bjó alls ekki til sjálf, en vildi einungis óska að svo hefði verið. Þetta er eggjakaka með spínati og fetaosti, bökuð í ofni. Hún er (brjál)æðislega góð á bragðið og ég mæli sérstaklega með henni sem hluta dögurðar, ójá.


8-10 egg
1/2 l. matreiðslurjómi
200 gr. spínat
200 gr. fetaostur í teningum
salt og pipar

Píska létt saman rjóma, eggjum og kryddi. Bæta spínati og fetaosti útí. Velta létt saman, bakað í eldföstu formi við 200 í ca. 20 mínútur (fer eftir stærð formsins og þykkt kökunnar).


1 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Mmmm...
verð að prófa þessa líka þar sem kókostvistkjúlli bragðaðist unaðslega! og jú, ég æpti og tvistaði og tvistaði og æpti þar til Ellert barði hnefanum í borðið. Hann er ekki mikið fyrir svona tvisthróp við matarborðið. Skiliddiggi.