Hér kemur nú uppskrift sem ég bjó alls ekki til sjálf, en vildi einungis óska að svo hefði verið. Þetta er eggjakaka með spínati og fetaosti, bökuð í ofni. Hún er (brjál)æðislega góð á bragðið og ég mæli sérstaklega með henni sem hluta dögurðar, ójá.
8-10 egg
1/2 l. matreiðslurjómi
200 gr. spínat
200 gr. fetaostur í teningum
salt og pipar
Píska létt saman rjóma, eggjum og kryddi. Bæta spínati og fetaosti útí. Velta létt saman, bakað í eldföstu formi við 200 í ca. 20 mínútur (fer eftir stærð formsins og þykkt kökunnar).
1 ummæli:
Mmmm...
verð að prófa þessa líka þar sem kókostvistkjúlli bragðaðist unaðslega! og jú, ég æpti og tvistaði og tvistaði og æpti þar til Ellert barði hnefanum í borðið. Hann er ekki mikið fyrir svona tvisthróp við matarborðið. Skiliddiggi.
Skrifa ummæli