Jól í skókassa er mjög sniðugt verkefni. Og þarft.
Börn á Íslandi pakka skókössum í jólapappír og fylla þá af nauðsynjum og skemmtilegheitum. Skókassarnir eru síðan sendir sem jólagjafir til barna í Úkraínu.
Börnin mín taka þátt. Auðvitað.
Nema hvað þegar við ætluðum að hefjast handa átti ég engan skókassann enda ekki vön að geyma skókassa eftir tæmingu. Þá voru nú góð ráð dýr... Mjög dýr!
Til að gera langa sögu stutta þá enda þessi saga nú vel. Börnin í Úkraínu fá skókassann sinn og ég á ótrúlega fallega nýja skó sem sóma sér vel hjá félögum sínum í skóhillunni.
Ég bíð spennt eftir verkefnunum: Páskar í fartölvukassa og Sumarfrí í rauðvínsbelju :)
3 ummæli:
og ekki gleyma Hvítasunnu í bjórtunnu...
Nákvæmlega Ingvar, þú ert greinilega vel með á nótunum :)
haha en sniðugt! Hörður bró
Skrifa ummæli