Mér finnst ég bara ekkert geta skrifað hérna. Þó er ekki eins og ekkert fréttnæmt gerist í mínu lífi, eins og er finn ég bara ekki þessa þörf fyrir að skrifa það hér.
Er þetta líka ekki bara hroki og hégómi að ímynda sér að aðrir hafi gott og gaman af því að lesa orðin mín?
Ég hef verið bloggari með hléum síðan 2002. Bloggað samfellt síðan sumarið 2005 á ýmsum vefsetrum og finn að nú er komið gott í bili.
Því blæs ég til blogghlés þar til andinn kemur yfir mig á ný.
Skjáumst síðar,
Bogga
Blogged with the Flock Browser
4 ummæli:
Hva?!
Nú lýst mér ei á blikuna. Nú skall á þurrkur á bloggheimum!
Njótið sumarsins,
R.I.P.
:)
En leiðinlegt :o/
En ég skil þig samt vel, ég er líka orðin ansi löt að blogga.
En vona samt heitt og innilega að þú takir aftur upp hanskana í haust.
Knús í kotið..
Það hafa allir gott og gaman af að lesa bloggið þitt Bogga mín! Ég harma þetta blogghlé þitt en bind vonir við að andinn komi yfir þig í haust svo ég hafi nú eitthvað að lesa í fæðingarorlofinu ;)
Þangað til get ég huggað mig við það að ég get næstum hitt þig þegar ég vil!
*knús*
Ég vona bara að þetta Boggublogghlé verði ekki allt of langt og að Boggubloggandinn komi yfir þig aftur.
Bestu kveðjur
Skrifa ummæli