mánudagur, 22. október 2007

Mánudagur

Í gær steig ég stórt skref út úr þægindahringnum mínum.
Jú, ferðinni var heitið í hina víðfrægu Toys´R´us.

Tilgangurinn? Auðvitað sá að sparar stórar fjárhæðir og kaupa jólagjafir fyrir krakkana á niðursettu verði.

Afraksturinn? Jú, jólagjafirnar fengum við ásamt öllum þeim almennu óþægindum sem fylgja því að fara inn í svona stóra og litríka búð. Þarna var allt of mikið af fólki, allt of mikið af dóti, allt of mikið af hljóðum og skærum litum. Eins og ein frábær kona sem ég þekki minntist á: ekki fyrir flogaveika! Bleh, ég fer ekki þangað aftur í bráð. Svo var þetta ekkert ódýrt, tilboðin voru búin og dótið komið á sitt venjulega okurverð.

Þetta var ekki alveg minn tebolli

Restin af Reykjavíkur-ferðinni var frábær. Hittum skemmtilegt fólk og fengum alls staðar svo ríflegt og gott að borða að það tók því varla að elda þegar heim var komið.... gerðum það nú samt!

Ohhhh, get ekki beðið eftir að þessari viku ljúki, framundan er lærdómstörn dauðans og staðlota í lok vikunnar. Hlakka hrikalega til laugardags, þarf bara að redda pössun og !swing! þá verður farið út á lífið með öllu því sem það hefur upp á að bjóða :)

Lifið heil, og veriði góð við ykkur sjálf og aðra.
Ekki veitir af í þessu veðraklúðri sem er að ganga af allri gleði dauðri!

5 ummæli:

Mr. Weevil sagði...

Mí só lucky. Hef ekki enn farið í Toys'r'us og bra alls ekkert á leiðinni. Mar heyrir eintómar hryllingssögur af svona ferðum. Leggur og skel rúla!

Nafnlaus sagði...

Kvitt, kvitt.

Heilinn í mér er greinilega eitthvað bilaður eða bara einfaldur, ballerínan snýst bara í eina átt!!! Ég verð að finna mér betri tíma og horfa lengur á hana, ég trúi því ekki að það sé eitthvað að mér ;o)

En annars allt gott að frétta. Gaman að heyra sögur af flogaveiku fólki í Toys a´roys :o)

Það var næturfrost hjá okkur í nótt, brrr.... en samt yndislegt veður, blanka logn í gærkvöldi og allan daginn í dag. Ég sakna ekkert roksins á Íslandinu góða.

Nafnlaus sagði...

... En ég sakna þín ;o)

Nafnlaus sagði...

Fyrst var ég með móral yfir eyðslunni í Toys'r'us en svo kíkti ég með systur minni á sunnudaginn og þá voru öll góðu tilboðin sem ég náði að kaupa búinn og búið að hækka allt....mér leið mjög vel þegar ég gekk þaðan út....en ég veit ekki hvort ég myndi leggja þetta á aftur á næstunni ..en það kemur í ljós þegar leikbær opnar nýju verslunina...hí hí hí

Er að bíða eftir boði í föndurklúbb...er reyndar busy á fimmtudagskvöldið ..en en ..er að fá fráhvarfs einkenni verðum að fara hittast og ...föndra föndra og föndra.....see ya kveðja Dísa

Nafnlaus sagði...

Sælar dömur,

Við Steinar fórum í þessa umrædda verslun Toys´us mar´FÉKK nú ekki flog þarna á gólfinu en hefði bara átt að fá eitt...
EN er samt viss um að fólk hefði ekkert tekið eftir því þótt enhver kerling væri eins og martröð í BABY born deildinni.