þriðjudagur, 27. ágúst 2013

Síðasti dagur sumars?



Haustverkin eru hafin hér á E9. Ég hef ákveðið að hætta að hatast við haustið og taka því fagnandi. Því fylgja ótal margir kostir sem ég ætla að njóta. T.d. er hægt að búa til rabbabara-chilli-sultu við kertaljós í rökkrinu. Hljómar undurvel!

3 ummæli:

Ragnheiður sagði...

Hljómar ekki illa kæra systir! Sendi þér hér uppskrift að geggjuðu rabbabara chutney ef þú vilt eiga fleiri svona kósíkvöld með uppskerunni þinni :*

1 kg rabarbari saxaður, soðinn í 10 mín. Þá er settur sykur út í (á að vera 1 kg en þarf ekki svo mikið, það er líka hægt að nota agave sýróp)

1 poki saxaðar apríkósur
engifer ca 3 cm bútur
2 - 3 saxaðir rauðlaukar
2 - 3 rauður chili (spurning um að sleppa fræunum)
karrý eftir smekk, smakka þetta til og svo hef má líka notað Nomu krydd út í, t.d. moroccan
2 - 3 msk edik
smá vatn, ca 1 - 2 dl

Þetta er allt látið malla í 30 - 40 mín og þá er þetta tilbúið :)

Árný Þóra Ágústsdóttir sagði...

Ohh þetta er snilldar uppskrift...
hlakka til að eiga rabarbara til að búa til svona góðgæti :-)

Kveðja úr blokkaríbúðinni

Björg sagði...

Frábær uppskrift Ragnheiður, skal prófa hana þessa við fyrsta tækifæri ;)