miðvikudagur, 14. ágúst 2013

Brúðkaupsafmæli

Í dag eru 16 ár síðan ég fann kærastann minn. Þessi mynd var tekin í útskriftinni minni úr Kvennó vorið 1998 í garðinum hjá Möggu móðu á Hávallagötunni:
Og í dag eru líka 6 ár síðan þessi brúðkaupsmynd var tekin að lokinni virðulegri háleynilegri athöfn hjá sýslumanninum á Akranesi:

Þriðja myndin var tekin í Ásbyrgi um daginn:
Ýmislegt hefur breyst á þessum árum, aðallega háralitur og hárvöxtur eins og sést svo greinilega, en einnig alls konar þroski sem við höfum tekið út í sameiningu á þessum 16 árum. Ég er ó svo þakklát fyrir að hafa fundið hann Tóta minn þarna um árið því án hans veit ég ekki hvar ég væri. Hann er kletturinn minn og minn dyggasti aðdáandi sem styður alla þá vitleysu sem mér dettur í hug. Hefði hans ekki notið við, sérstaklega síðasta árið, væri ég varla svona ótrúlega hamingjusöm, sátt og ánægð með lífið og tilveruna eins og ég í dag. Og svo er hann líka svo sætur og fyndinn gaur með risastórt hjarta :)

Ég elska þig +Þórarinn Jónsson

2 ummæli:

Tóti sagði...

Ég þakka hlý orð í minn garð og gaman að sjá þessar myndir.
Ég á ennþá einhverstaðar jakkafötin sem ég klæðist á fyrstu myndinni einhverstaðar djúpt í fatahirslum mínum og ef ég gerði tilraun til þess að klæðast þeim tryði enginn neinu öðru en að þetta væri "body paint"
Kannski tilraunarinnar virði en ég held ég sleppi því

Ragnheiður sagði...

Fallegar myndir og falleg orð Bogga mín. Til hamingju með árin 16 og til hamingju með sjálfa þig og hamingju þína!